Ég er framkvæmdastjóri þyrluþjónustunnar Helo. Ég er formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins og er fulltrúi flokksins í stjórn Hverfisráðs Grafarvogs auk annara trúnaðarstarfa í ráðum og stjórnum á vegum flokksins.

Ég vil leggja mitt af mörkum til að stuðla að frelsi einstaklingsins til orðs og athafna og auknu valfrelsi og sveigjanleika á öllum sviðum þjóðfélagsins.

Mín helstu hugðarefni tengjast lífreynslu minni, menntun og stöðu. Ég er móðir barna á mismunandi aldri og rek fyrirtæki í ferðaþjónustu. Ég tel það vera lykilatriði að viðskiptaumhverfið sé einfalt og aðgengilegt og að fyrirtæki og einstaklingar njóti frelsis til orðs og athafna. Við eigum að halda áfram að einfalda skattkerfið og létta af tollum og skapa hvetjandi umhverfi en ekki íþyngjandi. Ég vil stuðla að aukinni samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og laða að okkur spennandi atvinnutækifæri og mannauð með því að auka hvata til rannsóknar og þróunar. Við þurfum að halda áfram uppbyggingu innviða, vanda okkur við forgangsröðun í samgöngum með umferðaröryggi í forgrunni og auka valfrelsi í mennta- og heilbrigðismálum. Ég vil auka sveigjanleika í lífeyriskerfinu og endurskoða tekjutengingar. Þá legg ég áherslu á sjálfbærni í umgengni okkar við umhverfið og náttúruna.

Meðmæli

Ásta V. Roth
Ásta V. RothSkólastjóri Reykjavík International School
Ég hef þekkt Dísu okkar í fjölmörg ár og henni tekst enn að koma mér á óvart. Dísa er samnefnari fyrir kraft og frumkvæðni ásamt því að geta alltaf hrifið okkur öll með sér. Hún er öflugur málsvari frelsis og einstaklingsins og glæsilegur fulltrúi sjálfstæðistefnunnar. Her-Dísanna á Alþingi.
Elín Engilbertsdóttir
Elín EngilbertsdóttirFjármálaráðgjafi
Herdísi kynntist ég í gegnum Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum árum. Hún er vinnusöm mjög kát, gott er að vinna með henni. Hún vinur vina sinna, alltaf glöð að sjá mann. Herdís hefur marga góða kosti, einn er hvað hún er jákvæð, hún hefur skoðanir á flestum málum og óhrædd við að kynna sér málin. Herdís er einmitt svona þingmaður sem við þurfum að fá.
Júlíus Hafstein
Júlíus HafsteinSendiherra og fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Herdís hefur allan minn stuðning í þessu prófkjöri. Væri ég kjósandi í Reykjavík fengi hún mitt atkvæði.
Halldór I. Pálsson
Halldór I. PálssonSérfræðingur í reikningsskilum RSK
Frá því að ég hitti Herdísi Önnu fyrst þá hefur hún hrifið mig með sér eins og svo marga aðra. Dísa er öflugur talsmaður frelsis og einstaklingsframtaksins og hún hefur lag á því að koma hlutum af stað og láta þá gerast. Alþingi þarf á hennar kröftum að halda og því styð ég hana í fimmta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hulda Guðmunda Óskarsdóttir
Hulda Guðmunda ÓskarsdóttirDoktorsnemi við Viðskiptadeild Háskóla Íslands
Herdís er hrífandi, kraftmikil, heiðarleg, ófeimin við að deila skoðunum sínum og fylgin sér. Áherslur hennar endurspegla grunngildi Sjálfstæðisflokksins, sem eru frelsi einstaklings til orðs og athafna, trú á einstaklinginn, jafnrétti og að velferð þjóðfélagsins byggi á heilbrigðu og samkeppnishæfu atvinnulífi. Herdís er fljót að sjá og nýta tækifærin sem leynast í aðstæðum. Hress og er húmoristi að guðsnáð.
Lára Óskarsdóttir
Lára ÓskarsdóttirKennari og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Ég hef unnið með Herdísi í Efnahags- og viðskiptanefnd frá síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem hún gegnir formennsku. Hún á gott með að vinna með fólki, tekur ábyrga afstöðu til mála, kraftmikil og skemmtileg í samstarfi.
Óttar Guðjónsson
Óttar GuðjónssonFramkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga
Ég hef unnið með Herdísi í Efnahags- og viðskiptanefnd frá síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem hún gegnir formennsku. Hún á gott með að vinna með fólki, tekur ábyrga afstöðu til mála, kraftmikil og skemmtileg í samstarfi.
Halldór Halldórsson
Halldór Halldórsson
Ég hef unnið með Herdísi undanfarin 3 ár í borgarstjórnarhópi Sjálfstæðismanna. Það er gott að vinna með henni. Hún setur sig vel inn í mál og tekur ákveðna og upplýsta afstöðu til þeirra með gildi sjálfstæðisstefnunnar að leiðarljósi. Og svo talar hún beint frá hjartanu sem er ákaflega mikill kostur.

Instagram

Load More

Æviágrip

grip1Ég er fædd í Reykjavík 2.október árið 1974. Móðir mín er Anna Kristrún Jónsdóttir, lyfjafræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og faðir minn er Þorvaldur Gunnlaugsson, stærðfræðingur. Þau eru bæði fædd og uppalin í Reykjavík. Ég á þrjú yngri alsystkini og tvö yngri samfeðra systkini.

Eiginmaður minn er Haukur Þór Adólfsson, pípulagningameistari. Við búum í Grafarvogi ásamt börnum okkar, Elektru Ósk, 12 ára, Þorvaldi Þór, 7 ára, og dóttur minni, Gabríelu Jónu Ólafsdóttur, 23 ára.
Ég er alin upp í Langholtshverfi í húsi ömmu minnar, Gunnlaugar Hannesdóttur. Gekk í Langholtsskóla öll grunnskólaárin og stundaði klassískt píanónám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og útskrifaðist sem tækniteiknari frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 2000.

Útskrifaðist með diplómu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009 og meistaragráðu í viðskiptastjórnun (MBA) árið frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011.

Ég þurfti ung að framfleyta sjálfri mér og barni, öðlaðist þannig marvíslega reynslu af vinnumarkaðnum og fjárfesti fljótt ein í fasteign. Vann á yngri námsárum sem læknaritari hjá Jóni Gunnari Hannessyni, heimilislækni og síðar við afleysingar fyrir iðjuþjálfa á geðdeild Borgarspítalans. Þá vann ég við ýmis verslunarstörf frá táningsaldri og fram yfir aldamót, m.a. í versluninni Evu á Laugavegi og síðar versluninni Sand í Kringlunni. Einnig tók ég að mér ýmis förðunar- og stílistaverkefni meðfram öðrum störfum.

Eftir að ég og eiginmaður minn kynntust starfaði ég að margvíslegum verkefnum tengdum rekstri fyrirtækja okkar. Árið 2007 fluttist ég til Taílands í hálft ár með dætur mínar, starfaði þar við leiðsögn og vann að framgangi Austurlenska Ævintýrafélagsins ehf. Hef tekið að mér ýmis hönnunarverkefni, hannaði m.a. verslunina Ellu í Ingólfstræti, og vann margvísleg verkefni tengd markaðssetningu og stefnumótun. Einnig vann ég fyrir utanríkisráðuneytið að sérverkefni veturinn 2011 til 2012 þar sem ég gerði úttekt og skrifaði skýrslu um þátttöku Íslands í Expo heimssýningunum og markaðssetningu utanríkisráðuneytisins á Íslandi erlendis. Í dag starfa ég sem framkvæmdastjóri Þyrluþjónustunnar ehf. og hefur gegnt því starfi frá því haustið 2012.

Auk víðtækrar reynslu af atvinnulífinu hef ég látið til mín taka í ýmsum félags- og góðgerðarstörfum, t.d. fyrir UN Women þar sem hún stýrði uppboði sem fram fór á Fiðrildahátíð UN Women árið 2008. Þá sat ég í gæðaráði MBA námsins og var formaður stjórnar Embla, félags kvenna með MBA frá HR, á árunum 2012 til 2013. Þá sat ég í ráðgefandi stjórn Valamed ehf. sem er sprotafyrirtæki á heilbrigðissviði. Í dag er ég í stjórn Reykjavik International School og er formaður flugnefndar SAF.

Ég er í tíunda sæti á borgarstjórnarlista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Einnig sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Hverfisráðs Grafarvogs og varamaður í Umhverfis- og skipulagsráði, Menningar- og ferðamálaráði og Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Ég hlaut kosningu sem formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins á Landsfundi 2015.

Samband